Fréttasafn



8. júl. 2024 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Ráðgjafanefnd EES fagnar afmæli EES-samningsins

Ráðgjafarnefnd EES, sem er skipuð fulltrúum úr ráðgjafarnefnd EFTA og efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins (e. European Economic and Social Committee), fundaði á Íslandi dagana 23. og 24. maí sl. Á fundinum var skýrsla nefndarinnar um lærdóm af EES og leiðina fram á við í samstarfinu samþykkt. Skýrslan var unnin í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins og hefur verið send viðeigandi stjórnvöldum og stofnunum í EES-löndunum.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, stýrði fundunum ásamt meðlimi efnahags- og félagsmálanefndar ESB.

Hér er hægt að nálgast skýrslu ráðgjafaranefndar EES: Resolution and report on thirty years of EEA cooperation.pdf (efta.int)

Hér er hægt að nálgast frétt á vef EFTA: EEA social partners reflect on 30 years of EEA cooperation | European Free Trade Association (efta.int)

Mynd/BIG

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, kom meðal annars á fund nefndarinnar í umræðu um efnahagslegt öryggi og samkeppnishæfni í ljósi breyttrar heimsmyndar. Myndin var tekin af því tilefni.