Ráðgjafar Hups með námskeið á Íslandi
Ráðgjafafyrirtækið Hups, í samstarfi við Samtök iðnarins, FSRE og HR, boðar til innblástursdags fimmtudaginn 1. febrúar kl. 9-17.30 í Háskólanum í Reykjavík til að ræða ferla, verkfæri og framtíð byggingariðnaðarins.
Kynntar verða leiðir og aðferðir sem erlendir aðilar hafa innleitt með góðum árangri. Rannsóknir frá rannsóknarstofu byggingariðnarins í Noregi (SINTEF) sýna fram á lága framleiðni byggingarverkefna vegna mistaka í undirbúningi, hönnun og framkvæmd. Þetta styðja tölur norsku hagstofunnar.
Ráðgjafafyrirtækið Hups ætlar að kynna íslenska byggingamarkaðnum fyrir helstu verkfærum sínum, Lean construction og VDC(Virtual Design and Construction). Niklas Modig stofnandi Hups, er höfundur metsölubókarinnar This is Lean. Hups hefur beitt aðferðum Lean og VDC í fjölmörgum framkvæmdaverkefnum.
Sérfræðingar Hups munu kynna aðferðafræðina fyrir þátttakendum og í kjölfarið stýra vinnustofum.
LEAN er aðferðarfræði sem er ætlað að útrýma sóun í framleiðsluferlum, draga úr framleiðslutíma, auðlindanotkun og kostnaði. LEAN aðferðafræðin hentar vel í hönnunar- og framkvæmdaferli mannvirkjagerðar. VDC er meðal annars tækni sem hagnýtir stafræn líkön af byggingum og verksvæðum til að ítra verkefnið áður en það er raunverulega byggt. Arkitektar, verkfræðingar og verktakar nota líkön til að sjá og skipuleggja byggingarhönnun, ferla, verkáætlun, fjárhagsáætlanir og fleira.
Dagskrá
9:00-9:20 Þátttakendur mæta
9:30-10:00 Þátttakendur boðnir velkomnir
10:00-12:00 Hups kynnir Lean construction og VDC og reynslu af því í verkefnum.
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-17:00 Fjórar vinnustofur
• Samstarfsverkefni
• Hönnunarferlar
• Taktáætlun í hönnun og framkvæmd (takt planning)
• Kerfisbundinn frágangur (Technical commissioning)
17:00-17:30 Samantekt
18:00-21:00 Kvöldverður í Bragganum við Nauthól (valfrjálst)
Fjöldi á námskeiðið er takmarkaður við 100 manns.
Á vef Tix er hægt að kaupa miða á námskeiðið og í kvöldverðinn.
Hér er hægt að nálgast frekari kynningu á viðburðinum.