8. feb. 2019 Almennar fréttir Nýsköpun

Ráðherra bjartsýn á vinnu um nýsköpunarstefnu stjórnvalda

Í pallborðsumræðum á opnum fundi Samtaka iðnaðarins um nýsköpunarstefnu samtakanna í Iðnó í gær kom meðal annars fram í máli ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, að hún sé bjartsýn á vinnu stýrihóps um nýsköpunarstefnu stjórnvalda og að hún vænti frekari aðgerða í málaflokknum á kjörtímabilinu. Þá sagði hún að stefna ætti að því að Ísland verði nýsköpunarland en jafnframt að því verkefni ljúki aldrei enda vinni ríki heims stöðugt að umbótum og því þurfi alltaf að gera betur til að dragast ekki aftur úr. 

Í pallborðsumræðunum tóku einnig þátt Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, sem eru sitthvoru megin við ráðherra á myndinni hér fyrir ofan.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.