Fréttasafn



4. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ráðherra kynnti sér prentiðnað hjá Prentmet Odda

Prentmet Oddi sem er aðildarfyrirtæki SI fékk heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra sem kynnti sér starfsemi fyrirtækisins fyrir skömmu ásamt fylgdarliði. Eigendur prentsmiðjunnar, Ingibjörg  Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, tóku á móti hópnum og sýndu þeim starfsemina, meðal annars sjálfbærni pappírs og prentiðnaðarins. 

_MG_6548

_MG_6551