Fréttasafn18. jan. 2021 Almennar fréttir

Ráðherrar ræða við félagsmenn

Samtök atvinnulífsins standa fyrir fundi fyrir félagsmenn í dag kl. 10.00 með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þar sem stjórnendum aðildarfélaga SA gefst kostur á að ræða við ráðherrana um stöðu íslensks atvinnulífs og aðgerðir stjórnvalda á landamærunum.

Um er að ræða klukkustundarfund í gegnum fjarfundarforritið Zoom og félagsmönnum gefst færi á að senda ráðherrunum spurningar í gegnum spjallþráð forritisins.

Tengill á fundinn hefur verið sendur á skráðan tengilið.