Fréttasafn



6. maí 2020 Almennar fréttir

Ráðherrar á fjarfundum ætluðum aðildarfélögum

Samtök atvinnulífsins, aðildarsamtök og Viðskiptaráð Íslands hafa boðað til tveggja fjarfunda sem hefjast í dag 6. maí kl. 10 og 11. Fjarfundirnir eru ætlaðir aðildarfélögum. 

Það er Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem verður gestur fundar kl. 10 og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verður gestur kl. 11.

Félagsmenn hafa fengið boð í tölvupósti með hlekkjum á fundina.

Á báðum fundum gefst félagsmönnum færi á að beina spurningum sem þeir kunna að hafa beint til ráðherranna í gegnum fjarfundarforrit.