Fréttasafn



1. sep. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Ráðstefna á Iðnaðarsýningunni um hringrás í byggingariðnaði

Grænni byggð heldur ráðstefnu í tengslum við Iðnaðarsýninguna 2023 í Laugardalshöll föstudaginn 1. september frá 09:30. Formlegri dagskrá lýkur kl. 15:10 en síðan gefst gestum tími til að spjalla. Ráðstefnan er ókeypis og boðið verður upp á hádegismat. Miðar á iðnaðarsýninguna verða gefnir þátttakendum í lok ráðstefnu.

Hér er hægt að horfa á beint streymi: 

https://www.facebook.com/graennibyggd/videos/2162910233911712

Ráðstefnan er er unnin með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu styrkþega úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir verða ræddar.

Fundarstjóri: Freyr Eyjólfsson, Verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins, SORPA

Erindi:

  • Anna María Bogadóttir, URBANISTAN
  • Arnhildur Pálmadóttir, Lendager Island
  • Guðný Káradóttir, VSÓ
  • Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Jan Dobrowolski, Studio Ludíka
  • Katarzyna Jagodzińska, Grænni byggð
  • Narfi Þorsteinsson, Rúststeinar
  • Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, PAGO
  • Sighvatur Lárusson, CIRCULA
  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteinn

Tvískiptur panell:

  • Aðalheiður Atladóttir, FSRE
  • Ásgeir B. Torfason, Háskóli Íslands
  • Bjarma Magnúsdóttir, ÍAV
  • Björg Ásta Þórðardóttir, SI
  • Halla Helgadóttir, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Hulda Hallgrímsdóttir, Reykjavíkurborg
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir
  • Perla Dís Kristinsdóttir, Basalt Architects
  • Sigríður Maack, Arkitektafélags Íslands
  • Þórunn Sigurðardóttir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Á vef Grænni byggðar er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Á mbl.is er hægt að fylgjast með beinu streymi.