Fréttasafn



12. apr. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Ráðstefna SI um fjárfestingu í samgönguinnviðum

Í tilefni af opnun stórsýningarinnar Verk og vit standa Samtök iðnaðarins fyrir ráðstefnu um fjárfestingu í samgönguinnviðum á Íslandi fimmtudaginn 18. apríl kl. 14-15.15 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Þegar ráðstefnunni lýkur verður ráðstefnugestum boðið að vera við formlega opnun sýningarinnar. Á ráðstefnunni verður fjallað um aðkallandi fjárfestingaþörf í vegasamgöngum landsins, bæði vegna viðhalds og nýfjárfestinga. 

Þátttakendur í dagskrá

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, sviðsstjóri samgangna og umhverfis hjá Verkís
  • Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni
  • Gísli Gíslason, fyrrverandi formaður Spalar
  • Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu
  • Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka
  • Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

SI30-VerkogVit-Dagskra-02-lokautgafa