Fréttasafn



25. mar. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Mannvirki Orka og umhverfi

Ráðstefna SI um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir ráðstefnu um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð í tilefni af opnun stórsýningarinnar Verk og vit í Laugardalshöll fimmtudaginn 24. mars fyrir fullum sal af fólki þegar ríflega 200 manns mættu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Mannvirkjagerð á tímamótum - grípum tækifærin í vistvænni uppbyggingu. Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, var meðal þátttakenda í þinginu. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá ráðherra, Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, Björgvin Víkingsson, forstjóra Ríkiskaupa, Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Á ráðstefnunni var horft til nýrra krafna og sjónarmiða sem allir sem koma að mannvirkjagerð verða að tileinka sér. Einnig var leitast við að svara því hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi til að flýta fyrir árangri.

Glærur

Hér er hægt að nálgast glærur ráðstefnunnar.

Event-haus_1648208453334

Myndir

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá ráðstefnunni. Myndir: Heiða Helgadóttir.

_F1A5757Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, var ráðstefnustjóri.

_F1A5412Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERK.

_F1A5611Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO.

_F1A5715Svanur Grjetarsson, forstjóri MótX.

_F1A5796Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá HMS og verkefnastjóri Byggjum grænni framtíð, Brynjólfur Bjarnason, viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs og meðlimur sjálfbærninefnda Íslandsbanka, Gísli Álfgeirsson, eigandi Sóleyjar byggingarfélags, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, ráðstefnustjóri.

_F1A5884Halldór Eiríksson, arkitekt og eigandi á T.ark arkitektum.

_F1A5932Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur hjá Verkís og formaður Grænni byggðar.

_F1A6028Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur á byggingarsviði Eflu og meðlimur í fagráðinu Betri byggingar.

_F1A6094Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

_F1A6248Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra.

_F1A6117Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

_F1A5564Árni Sigurjónsson, formaður SI.

_F1A5641

_F1A5652

Þátttakendur í ráðstefnu

Ráðstefnustjóri

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

Hvernig flýtum við vistvænni uppbyggingu?

  • Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERK
  • Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO
  • Svanur Grjetarsson, forstjóri MótX

Hvernig skiptir græn fjármögnun máli?

  • Gísli Álfgeirsson, eigandi Sóleyjar byggingarfélags
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá HMS og verkefnastjóri Byggjum grænni framtíð
  • Brynjólfur Bjarnason, viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs og meðlimur sjálfbærninefnda Íslandsbanka

Hvernig aukum við nýsköpun og breytum verkferlum?

  • Halldór Eiríksson, arkitekt og eigandi á T.ark arkitektum
  • Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur hjá Verkís og formaður Grænni byggðar
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur á byggingarsviði Eflu og meðlimur í fagráðinu Betri byggingar

Mótum við græna framtíð með hvötum eða kvöðum?

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
  • Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar
  • Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði

Auglýsing

Auglysing-um-radstefnu-a-Verk-og-vit