Fréttasafn



8. nóv. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Ráðstefna um byggingarúrgang í Nauthól í dag

Fenúr, Grænni byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir ráðstefnu um byggingarúrgang í Nauthól eftir hádegi í dag kl. 13.00-16.30. Á ráðstefnunni verður farið yfir hver staðan er hér á landi þegar kemur að byggingarúrgangi og hvar hægt væri að gera betur. Þá hefur sérfræðingur frá Noregi verið fenginn til að segja frá reynslu Norðmanna af byggingarúrgangi. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf.

Dagskrá

Best Practice – Reynsla Norðmanna, Eirik Wærner, ráðgjafi hjá Multiconsult í Osló
Niðurrif og nýbyggingar – staðan og áskoranir hjá Reykjavíkurborg, Rúnar Gunnarsson, deildarstjóri frumhönnunar hjá Reykjavíkurborg
Getur BIM minnkað byggingarúrgang? – Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM þróunarstjóri hjá ÍSTAK
BREEAM verkefni hjá Framkvæmdasýslu ríkisins – Olga Árnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
Reynsla verktaka – Eyjólfur Bjarnason, gæðastjóri hjá Framkvæmdafélaginu Arnarhvoli og Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG Verk 
Endurvinnslufarvegur byggingarúrgangs – Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri hjá Gámaþjónustunni hf. 
Dæmi um endurvinnslu/endurnýtingu – Harpa Þrastardóttir, umhverfis- og gæðastjóri hjá Hlaðbæ Colas
Reynsla úr norskum verkefnum – Haukur Þór Haraldsson, ráðgjafi hjá Verkís 
Efnismiðlun Sorpu – Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu
Leiðbeiningar um byggingarúrgang – Jón Guðmundsson, fagstjóri byggingarsviðs hjá Mannvirkjastofnun