Fréttasafn



28. mar. 2018 Almennar fréttir

Ráðstefna um góða stjórnarhætti í Háskóla Íslands

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, er meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Góðir stjórnarhættir - Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum sem haldin verður 10. apríl næstkomandi í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þema ráðstefnunnar er: Áhrif og ákvarðanir stjórna. 

Aðalfyrirlesari er Bob Garratt, einn helsti hugmyndafræðingur góðra stjórnarhátta í Bretlandi. Auk Guðrúnar halda eftirtaldir erindi: 

  • Helga Björk Eiríksdóttir - formaður bankaráðs Landsbankans
  • Eyjólfur Árni Rafnsson - stjórnarformaður Eikar og SA
  • Þórður Magnússon - stjórnarformaður Eyrir Invest
  • Þórey S. Þórðardóttir - framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða
  • Flóki Halldórsson - framkvæmdastjóri Stefnis
  • Páll Harðarson - forstjóri Nasdaq á Íslandi. 
  • Fundarstjóri er Eyþór Ívar Jónsson - forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. 

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna.