Fréttasafn



10. okt. 2016 Almennar fréttir

Ráðstefna um góða stjórnarhætti í minni og meðalstórum fyrirtækjum

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, verður með erindi á ráðstefnunni Góðir stjórnarhættir í minni og meðalstórum fyrirtækjum sem haldin verður í Hörpu 27. október næstkomandi. Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, eigendur og stjórnarmenn minni og meðalstórra fyrirtækja, hagsmuna- og þjónustuaðila og áhugafólk um góða stjórnarhætti. Ráðstefnan er á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Dagskrá 

8:00 - 8:30 Skráning og kaffi
8:30 - 8:45 Tilgangur og markmið - Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti
8:45 - 10:00 Mikilvægi góðra stjórnarhátta í minni og meðalstórum fyrirtækjum - Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Samtaka iðnaðarins - Páll Harðarson, forstjóri kauphallarinnar, Nasdaq OMX á Íslandi - Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

10:00 - 10:30 Kaffihlé

10:30 - 11:45 Hlutverk stjórna í vaxtarfyrirtækjum -Hringborðsumræður. Meðal þátttakenda: Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Meniga, Þorsteinn B.               Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. 
11:50 - 12:00 Lokaorð Ingi Rúnar Eðvarðsson, forseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér .