Fréttasafn



6. nóv. 2017 Almennar fréttir Menntun

Ráðstefna um menntun og færni á vinnumarkaði

Menntun og færni á vinnumarkaði er yfirskrift ráðstefnu sem haldinn verður á Hilton Hótel Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 8.10-10.30. Á ráðstefnunni kynna sérfræðingar aðferðir sem nýttar eru við gerð færnispáa í Bretlandi, Svíþjóð, Írlandi og annars staðar í Evrópu. Spár um færni- og mannaflaþörf á vinnumarkaði hafa hingað til ekki verið unnar markvisst á Íslandi. Ísland er því eftirbátur nágrannaþjóða þegar kemur að heildarstefnumótun m.t.t. þróunar færni og menntunar á vinnumarkaði. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Að fundinum standa SA, Vinnumálastofnun, Hagstofa Íslands og ASÍ. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. 

Viðburðurinn er á Facebook