Fréttasafn3. jún. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Ráðstefna um nýjar leiðir í opinberum innkaupum

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, FSRE, býður aðilum í byggingageiranum til ráðstefnu fimmtudaginn 9. júní á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjar leiðir í opinberum innkaupum á byggingarmarkaði. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Jonni Laitto frá Senaatti í Finnlandi sem er systurstofnun FSRE í Finnlandi. Í auglýsingu fyrir fundinn kemur fram að framundan sé fjöldi framkvæmda af öllu tagi þar sem aðstaða sé byggð, breytt og bætt. F

Aðilum á byggingamarkaði er sérstaklega boðið að mæta, en fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Skráning áfundinn fer fram á vef FSRE.

Dagskrá

Morgunverður 08:45
Nýjar leiðir - nauðsyn nýsköpunar - ÁvarpGuðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE09:00
Innkaupaleiðir og útboðsformHildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur FSRE09:15
Hvernig gera Finnar þetta? Aðferðafræði Senaati við innkaupJonni Laitto, framkvæmdastjóri framkvæmda, Senaatti, Finnlandi09:35
Kaffi 10:15
Litla Hraun - Aðferðafræði FSREHannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri FSRE10:30
Spurningar úr salAllir fyrirlesarar11:00
Húsnæði viðbragðs- og löggæsluaðila - staðan og framhaldiðHannnes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri FSRE11:30

FSRE-radstefna-A4