Fréttasafn



19. feb. 2018 Almennar fréttir Menntun

Ráðstefna um vinnustaðanám

Ráðstefna Iðnmenntar 2018 verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 1. mars næstkomandi kl. 13.30-16.00 undir yfirskriftinni Vinnustaðanám í starfsnámi. Meðal fyrirlesara er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Dagskrá

  • Opnunarávarp: Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Fyrirlesarar eru m.a. þessir: 
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 
  • Dr. Elsa Eiríksdóttir, lektor í kennslufræði verk- og starfsmenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Halldór Hauksson, verkefnastjóri ferilbókar
  • Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans

Pallborðsumræður um stöðu vinnustaðanámsí starfsnámi á Íslandi með þátttöku fulltrúa ýmissa iðn- og starfsgreina. Umræðunum stýrir Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.

Ráðstefnustjóri: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti og stjórnarformaður Iðnmenntar.

Skráning á skrifstofu Iðnmenntar í síma 517-7200 eða á netfanginu elisabet@idnu.is

IDNMENNT-radstefna-2018-augl