Fréttasafn



17. mar. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Rætt um að efla samkeppni og auka skilvirkni

Hvernig er hægt að efla samkeppni og auka skilvirkni? Um þetta verður rætt á fundi á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. mars. Fundurinn er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SI, SAF, SAMORKU, SFF, SFS, SVÞ og Viðskiptaráð. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra flytur opnunarávarp.

Framsögur:

  • Antoine Winckler
    Yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton
    EU merger control, a procedural analysis: what works and what doesn‘t?
  • Katie Curry
    Hagfræðingur / meðeigandi hjá RBB Economics
    Merger control and international competitiveness: conflicting priorities?
  • Heimir Örn Herbertsson
    Sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður
    Merger control enforcement in Iceland – the eye of the needle?

Að erindum loknum verða pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Fundarstjórn og stjórn pallborðsumræðna verður í höndum Ásu S. Hallsdóttur, yfirlögfræðings samkeppnismála hjá Volvo í Svíþjóð.

Húsið opnar kl. 8:30 þar sem boðið verður upp á morgunmat fyrir alla fundargesti. Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 9 og lýkur kl. 12.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.