Fréttasafn



31. mar. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Rætt um að efla samkeppni og auka skilvirkni

Eflum samkeppni - aukum skilvirkni var yfirskrift fundar um samkeppnismál sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SAF, SAMORKU, SFF, SFS, SI, SVÞ og Viðskiptaráð.

Ása S. Hallsdóttir, yfirlögfræðingur samkeppnismála Volvo í Svíþjóð, stýrði fundinum og hófst hann með opnunarávarpi frá Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Eftir ávarp hennar tóku við þrjú erindi frá sérfræðingum um samkeppnismál. Antoine Winckler, yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton var með erindi um hvað virkar og hvað ekki í málsmeðferðargreiningum samrunaeftirlits ESB. Katie Curry, hagfræðingur og meðeigandi hjá RBB Economics, flutti erindi um misvísandi forgangsröðun samrunaeftirlita. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður, fjallaði um stöðu samkeppnismála á Íslandi. 

Í lokin fóru fram pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, undir stjórn fundarstjóra sem tók einnig við spurningum úr sal. 

Nánar á vef SA.

Sa_eflum_samkeppni_nordica_a-1Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.

Sa_eflum_samkeppni_nordica_a-6Heimir Örn Herbertsson, Páll Gunnar Pálsson, Antoine Winckler, Katie Curry og Ása S. Hallsdóttir.