Rætt um áskoranir og samvinnu í kvikmyndaframleiðslu
Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda hjá SI, var fundarstjóri á Framleiðsludegi (Producer´s Day) á Bransadögum RIFF. Viðburðurinn er tileinkaður fagfólki sem starfar við kvikmyndaframleiðslu, þar sem fagfólk frá Norðurlöndunum deilir sinni innsýn og ræðir um þær áskoranir og breytingar sem greinin stendur frammi fyrir.
Í ár var RIFF með sérstaka áherslu á spænska kvikmyndagerð og þannig tóku þrjár nefndir þátt í pallborðsumræðum, þ.e. fulltrúar frá Spáni, Íslandi og Norðurlöndunum, þar sem rætt var um áskoranir og samvinnu í kvikmyndaframleiðslu. Meðal þátttakenda í umræðunum voru fagfélög innan Sambands íslenska kvikmyndaframleiðenda.
Lilja Björk Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson en hann var meðal þátttakanda í umræðunni.