Fréttasafn



18. feb. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Rætt um hæft vinnuafl fyrir nýjar atvinnugreinar

Hvernig tryggjum við að Ísland hafi hæft vinnuafl fyrir nýjar atvinnugreinar sem spretta upp í takti við tækniframfarir og sjálfbærni? Þessari spurningu var varpað fram til umræðu á málstofu á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í samstarfi Samtaka iðnaðarins, Samorku og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Skortur á hæfu vinnuafli í nýjum atvinnugreinum

Sigurgeir Björn Geirsson, verkefnastjóri Búrfellslundar hjá Landsvirkjun, ræddi um ný störf sem skapast við uppbyggingu vindorkuvera og þær áskoranir sem fylgja því að manna þau. Karen Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri Arnarlax, lagði áherslu á að skortur sé á sérhæfðu vinnuafli í landeldi og sjóeldi, þar sem þörf er á nýrri þekkingu í greininni. Bergþóra Halldórsdóttir frá Borealis Data Center vakti athygli á skorti á menntuðu starfsfólki í gagnaverum með færni í varmakælingu, gagnaöryggi, netöryggi og öðrum tengdum þáttum.

Þverfaglegt samstarf lykilatriði

Í pallborðsumræðum tóku þátt Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, og Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau ræddu hvernig menntakerfið og atvinnulífið geti betur unnið saman að því að búa nemendur undir störf framtíðarinnar.

Hildur lagði áherslu á að menntakerfið verði að laga sig hratt að breyttum þörfum atvinnulífsins og að aukin áhersla þurfi að vera á tæknimenntun og sérhæfingu. Þingmennirnir tóku undir mikilvægi þess að tryggja sveigjanleika í menntakerfinu og stuðla að því að ungt fólk og starfandi einstaklingar geti tileinkað sér nýja færni.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá Menntadegi atvinnulífsins.

Myndir/BIG 

477239733_955106710083532_8655108035161740847_n

477163884_955104286750441_4762185202273113543_nLovísa Árnadóttir hjá Samorku stýrði umræðunum.

477536462_955106510083552_4064597412276522552_nBergþóra Halldórsdóttir. 

479063584_955106743416862_2166627321612761534_nJón Pétur Zimsen, Víðir Reynisson og Hildur Ingvarsdóttir. 

476961149_955106646750205_6162179389045141241_nBryndís Haraldsdóttir.

Sa_menntadagurinn_2025-68

Sa_menntadagurinn_2025-72Erla Tinna Stefánsdóttir.