Fréttasafn



12. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Rætt um nýsköpun í hlaðvarpsþætti Digido

Rætt er við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI og stjórnarformann Klaks - Icelandic Startups, í hlaðvarpsþætti Digido um nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Klak er lykilaðili í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og leiðandi afl í grasrót frumkvöðlasamfélagsins í gegnum hraðla og keppnir eins og Gulleggið, Hringiðu og Startup Supernova. Í þættinum er rætt um af hverju nýsköpun er mikilvæg, hvernig nýsköpunarumhverfið er á Ísland, hverjar eru helstu keppnir, hraðlar og sjóðir, góð ráð fyrir nýsköpunarfyrirtæki og hvaða mistök nýsköpunarfyrirtæki gera.

Hlaðvarpsþáttinn er hægt að nálgast hér: 
Spotify Podcast: https://spotify.link/1EOzJGJ9NDb
Apple Podcast: https://podcasts.apple.com/.../gagnar%C3%B6k/id1679586138...