Fréttasafn



18. jan. 2024 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Rætt um orkumál á fundi í Valhöll

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Andri Snær Magnason, rithöfundur, ræddu stöðu orkumála á fundi Óðins í Valhöll í gær. Þeir höfðu framsögu og tóku síðan þátt í opnum umræðum um stöðu og framtíð orkumála á Íslandi m.t.t. orkuskipta. Guðný Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Óðni, stýrði umræðunum. Birna Hafstein, formaður Óðins, bauð gesti velkomna í upphafi fundarins.

Á vef mbl.is er hægt að nálgast upptöku af fundinum.