Fréttasafn



1. feb. 2016 Gæðastjórnun

Rafmiðlun hlýtur D-vottun

 Rafmiðlun hf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Rafmiðlun er rafverktaka- og innflutningsfyrirtæki stofnað 1996 með höfuðstöðvar í Kópavogi. Stjórnendur fyrirtækisins hafa sett sér það markmið að veita alhliða þjónustu og lausnir á öllum sviðum rafverktöku.  Fyrirtækið bíður upp á heildarlausnir eins og ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd og leggja eigendur fyrirtækisins ríka áherslu á ábyrga og góða þjónustu við viðskiptavini sína. 

 

Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 100 starfsmenn og eru starfssvæðin bæði á Íslandi og erlendis.