Fréttasafn



18. maí 2018 Almennar fréttir

Raforkumál landsins komin að ákveðnum tímamótum

Raf­orku­mál lands­ins eru hins veg­ar kom­in að ákveðnum tíma­mót­um og nú þurfi að fara að móta framtíðina og for­gangsraða, enda geri sam­fé­lagið orðið mun meiri kröf­ur til raf­orku­fram­leiðslu, flutn­ings og dreif­ing­ar. „Við mót­un raf­orku­stefnu gefst tæki­færi til að fara yfir mál­in frá öll­um hliðum og við sem not­um 70% af fram­leiddri raf­orku á Íslandi erum svo sann­ar­lega til­bú­in í þessa umræðu.“ Þetta kemur meðal annars fram í frétt mbl.is um ársfund Samáls sem fram fór í vikunni þar sem vitnað er til orða Ragnars  Guðmunds­sonar, forstjóra Norðuráls og stjórn­ar­formanns Sa­máls, sem flutti erindi með yfirskriftinni Staða og framtíð íslensks áliðnaðar. 

Áfram nánast allir vatnsaflskostir í einu fyrirtæki

Í frétt mbl.is er jafnframt sagt að eng­ir virkj­ana­kost­ir séu þó í boði fyr­ir nýja aðila á markaðnum næstu árin og líkt og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra hafi bent á á árs­fundi Lands­virkj­un­ar, þá hafi breyt­ing­ar á lög­um sem auka áttu sam­keppni á raf­orku­markaði árið 2003 skilað litlu. „Þegar horft er til framtíðar í verka­skipt­ingu í nýt­inga­flokki ramm­a­áætl­un­ar þá eru það sömu þrjú fyr­ir­tæk­in sem ráða öllu,“ sagði Ragn­ar. Breyt­ing­in sé sú að meiri áhersla sé lögð á jarðvarma, enda hafi Lands­virkj­un og Orka Nátt­úr­unn­ar hafa lýst því yfir að þau stefni ekki að nýj­um virkj­un­um í ná­inni framtíð. „HS Orka virðist vera eina fyr­ir­tækið sem hygg­ur á fram­kvæmd­ir á næstu árum. Það eru því litl­ar breyt­ing­ar sjá­an­leg­ar. Eng­ir virkj­ana­kost­ir eru í boði á næst­unni fyr­ir nýja aðila á markaðnum og það verða áfram nán­ast all­ir vatns­afls­kost­ir í einu fyr­ir­tæki.“
Á mbl.is er hægt að lesa fréttina í heild sinni. 
Samal_arsfundur_2018-3Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls.