Fréttasafn



11. apr. 2022 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Raforkuskerðing þýðir glötuð tækifæri í atvinnulífinu

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í frétt á Bloomberg um raforkuskerðingu sem mörg fyrirtæki hér á landi urðu fyrir í vetur, sum þeirra urðu að nýta olíu til að halda starfseminni gangandi. Sigurður segir að skerðingin þýði einnig glötuð tækifæri til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Mörg græn verkefni hafi dregist vegna þess að fyrirtæki gátu ekki fengið raforkusamninga. Í frétt Bloomberg kemur fram að Sigurður bæti við að matvælaframleiðsla sem byggi á þörungum og rafhlöðuframleiðsla séu meðal þeirra iðngreina sem hægt væri að byggja upp ef næg raforka væri tryggð. 

Í fréttinni er einnig rætt við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 

Bloomberg, 10. apríl 2022.