Fréttasafn



15. jan. 2020 Almennar fréttir Menntun

Rafræn fræðsla til umfjöllunar á menntamorgni

Þriðji fundurinn í fundaröðinni um rafræna fræðslu verður haldinn á menntamorgni miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 8.15-9.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka verslunar og þjónustu.

Dagskrá

  • Vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu - Hvert erum við komin í þróun á stafrænni fræðslu, hverju hefur það breytt fyrir okkur og hvaða tækifæri sjáum við? Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins.
  • Framleiðsla stafræns námsefnis - áskoranir og lærdómur - Helstu áskoranir og lærdómur sem fyrirtækið hefur dregið af því að framleiða stafrænt námsefni síðustu tvö ár. Mikilvægi þess að skipuleggja og kortleggja framleiðsluna ásamt því að draga lærdóm af því þegar hlutirnir ganga ekki alveg upp eins og til var ætlast. Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Tækninám.is.
  • Verður Óskarinn þinn? - Hugleiðingar og hagnýt atriði í gerð rafræns fræðsluefnis. Inga Steinunn Björgvinsdóttir, markaðsstjóri Promennt, og Bryndís Ernstdóttir, ráðgjafi á mannauðssviði Advania.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.