Fréttasafn



12. nóv. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Rafrænn fundur með stjórnendum Sorpu vegna gjaldskrárhækkana

Samtök iðnaðarins boða félagsmenn til rafræns fundar með stjórnendum Sorpu þriðjudaginn 16. nóvember kl. 16-17 þar sem farið verður yfir breytingar á gjaldskrá Sorpu. Samtök iðnaðarins hafa undanfarið verið í samskiptum við Sorpu í ljósi nýrrar gjaldskrár sem ber með sér töluverðar hækkanir og ljóst að boðaðar hækkanir munu fela í sér verulegan kostnaðarauka fyrir félagsmenn samtakanna. Breytt gjaldskrá Sorpu mun að óbreyttu taka gildi 1. janúar 2022.

Hér er hægt að nálgast gjaldskrá Sorpu. 

Félagsmenn SI eru hvattir til að kynna sér einstaka liði gjaldskrárinnar vel.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.