Fréttasafn15. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Rafrænn fundur með stjórnendum Sorpu vegna gjaldskrárhækkana

Samtök iðnaðarins boða félagsmenn til rafræns fundar með stjórnendum Sorpu fimmtudaginn 23. nóvember kl. 15-16 þar sem farið verður yfir breytingar á gjaldskrá Sorpu. Sorpa hefur boðað hækkanir á gjaldskrá sem mun auka tekjur Sorpu um rúm 11% sem talið er vera í samræmi við hækkanir verðlags. Gjaldskrárbreytingin kveður hins vegar á um nokkrar tilfærslur milli flokka vegna samdráttar í magni til urðunar með tilkomu útflutnings á úrgangi til orkuvinnslu sem hefur þær afleiðingar að kostnaður við urðun hækkar. 

Breytt gjaldskrá Sorpu mun að óbreyttu taka gildi 1. janúar 2024.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn sem fer fram á Teams.