Fréttasafn



6. nóv. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Rafrænn fundur SI um stöðuleyfisgjald

Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum á rafrænan fund miðvikudaginn 11. nóvember kl. 12.00-13.00 um nýfallin úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um álagningu stöðuleyfisgjalda í Hafnarfirði þar sem felld var úr gildi álagning stöðuleyfisgjalda vegna gáma á iðnaðarlóð. Niðurstaða úrskurðarins var að skipulögð gámasvæði á iðnaðarlóð teljist vera „svæði sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til“ geymslu gáma. Fundarstjóri er Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur SI.

Dagskrá

  • Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, fer yfir framkvæmd stöðuleyfisgjalda og forsögu málsins.
  • Jón Auðunn Jónsson, hrl., fer yfir niðurstöðu nýfallins úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2020 um stöðuleyfisgjald.
  • Í lokin verður opnað fyrir spurningar.

Hér er hægt að skrá sig og fá þeir sem skrá sig sendan hlekk á fundinn.