Fréttasafn



28. sep. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Rafrænn fræðslufundur SI um útboðsmál

Samtök iðnaðarins efna til rafræns fræðslufundar um útboðsmál fyrir félagsmenn þriðjudaginn 5. október kl. 9-10. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk fyrir fundinn. Hér er hægt að skrá sig.

Dagskrá

Lestur útboðsgagna - Margrét Lilja Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá innkaupastofu Reykjavíkurborgar, heldur erindi um lestur útboðsgagna.

Kærufrestur - Björg Ásta Þórðardóttir og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingar SI, fjalla almennt um kærufrest, hvort kærufestur lengist ef óskað er eftir gögnum og hvort hægt er að óska eftir lengri kærufresti. 

Á myndinni eru Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, Margrét Lilja Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá innkaupastofu Reykjavíkurborgar, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI.