28. sep. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Rafrænn fræðslufundur SI um útboðsmál

Samtök iðnaðarins efna til rafræns fræðslufundar um útboðsmál fyrir félagsmenn þriðjudaginn 5. október kl. 9-10. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk fyrir fundinn. Hér er hægt að skrá sig.

Dagskrá

Lestur útboðsgagna - Margrét Lilja Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá innkaupastofu Reykjavíkurborgar, heldur erindi um lestur útboðsgagna.

Kærufrestur - Björg Ásta Þórðardóttir og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingar SI, fjalla almennt um kærufrest, hvort kærufestur lengist ef óskað er eftir gögnum og hvort hægt er að óska eftir lengri kærufresti. 

Á myndinni eru Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, Margrét Lilja Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá innkaupastofu Reykjavíkurborgar, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.