Rafrænn fundur um aðgerðir fjármálafyrirtækja
Rafrænn upplýsingafundur fyrir félagsmenn allra aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins verður haldinn næstkomandi mánudag 30. mars kl. 13.00 um aðgerðir fjármálafyrirtækja fyrir fyrirtæki. Hægt verður að beina spurningum til framkvæmdastjóra allra aðildarsamtaka SA og þar með framkvæmdastjóra SI meðan á fundinum stendur.
Dagskrá
- Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, fer yfir þau viðfangsefni sem atvinnulífið stendur frammi fyrir vegna COVID-19.
- Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, ræðir aðgerðir fjármálafyrirtækja fyrir fyrirtæki.
- Spurt og svarað, framkvæmdastjórar allra aðildarsamtaka SA svara spurningum áhorfenda.
Tengill á viðburðinn verður sendur til félagsmanna fyrir hádegi á mánudaginn.