Fréttasafn1. mar. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Rafrænn fundur um kolefnislosun íslenskra bygginga

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur fyrir opnum rafrænum fundi um kolefnislosun íslenskra bygginga. Árleg losun íslenskra bygginga hefur verið metin í fyrsta sinn. Sigríður Ósk Bjarnadóttir og Björn Marteinsson birtu niðurstöðurnar í skýrslunni Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030. I. hluti: Mat á kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði, sem gefin var út í febrúar á vegum samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð.

Sigríður og Björn munu kynna skýrsluna og svara spurningum fundargesta á opnum kynningarfundi sem fram fer á Teams miðvikudaginn 9. mars kl. 12-13.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
- Árleg losun íslenskra bygginga er um 360 þúsund tonn CO2íg.
- Byggingarefni, einkum steypa, er áhrifaríkasti þátturinn í kolefnisspori íslenskra bygginga.
- 30% af kolefnissporinu stafar frá orkunotkun á rekstrartíma bygginganna.

Í grundvelli þessarar vinnu geta mannvirkjageirinn og stjórnvöld sett sameiginleg markmið um minni losun og skilgreint aðgerðaáætlun til að ná þeim markmiðum.

Nánari upplýsingar um skýrsluna og Byggjum grænni framtíð má nálgast á https://byggjumgraenniframtid.is/

Teams-hlekkur á opinn kynningarfund um kolefnislosun íslenskra bygginga 9. mars kl. 12.