1. jún. 2022 Almennar fréttir Menntun

Rafrænn fundur um vinnustaðanám iðnnema

Samtök iðnaðarins, Nemastofa atvinnulífsins og Menntamálastofnun boða til rafræns upplýsingafundar um vinnustaðanám iðnnema þriðjudaginn 7. júní kl. 9.00-10.00. Hlekkur verður sendur á þriðjudagsmorgni á þau sem skrá sig.

Tilgangur fundarins er að fara yfir breytt fyrirkomulag vinnustaðanámsins en ein helsta breytingin er að framhaldsskólar sjá nú um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga fyrir iðnnema.

Fyrirtæki sækja um skráningu hjá Menntamálastofnun fyrir nemaleyfi. Listi yfir fyrirtæki sem uppfylla skilyrði fyrir nematöku er kynntur á Birtingaskrá Menntamálastofnunar. Rafræn ferilbók fylgir nemum í vinnustaðanámi.

Nemastofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins um bætt vinnustaðanám og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að fjölgun faglærðs starfsfólks á vinnumarkaði. Það markmið næst ekki nema með öflugri aðkomu fyrirtækja í þjálfun nema í vinnustað.

Dagskrá

  • Kristján Óskarsson frá Menntamálastofnun fer yfir umsókn um nemaleyfi og birtingaskrána og atriði sem þarf að hafa í huga við skráninguna.
  • Ólafur Jónsson frá Nemastofu atvinnulífsins fer yfir verkefni og tilgang Nemastofu og kynnir verkefnið: Fjölgum faglærðum á vinnumarkaði.   

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.