Fréttasafn22. apr. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Rafrænn fundur um vinnutíma iðnaðarmanna

Á rafrænum fundi Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga sem haldinn var kl. 13 í dag fóru lögfræðingar vinnumarkaðssviðs samtakanna yfir helstu þætti um virkan vinnutíma iðnaðarmanna og yfirvinnu 1 og 2 ásamt því að svara spurningum félagsmanna.

Á fundinum fjallaði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, meðal annars um þær breytingar á kjarasamningum sem tóku gildi í byjun mánaðar um breytingu á skilgreiningu virks vinnutíma, niðurfelling á greiðslu kaffitíma á móti hækkaðrar dagvinnu og nýja deilitölu dagvinnukaups. Ragnar beindi þeim skilaboðum til félagsmanna að mikilvægt væri að hafa úrvinnslu launa rétta og að leita til lögfræðinga vinnumarkaðssviðs SA til að fá úrlausn á þeim vafamálum sem upp kunna að koma. 

Fundinum var streymt til félagsmanna en upptöku af fundinum er hægt að nálgast hér: 

https://vimeo.com/410624949