Fréttasafn



10. des. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja

Rafrænn kynningarfundur um nýsköpunarstyrki

Nýsköpunarstyrkir Horizon Europe verða kynntir á rafrænum kynningarfundi föstudaginn 17. desember kl. 9-10. Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi ásamt Samtökum sprotafyrirtækja (SSP) standa fyrir fundinum á European Innovation Council (EIC) styrkjamöguleikum fyrir fyrirtæki ásamt þjónustu EEN. Á fundinum verður einnig farið almennt yfir styrki Horizon Europe, umsóknarferlið og styrkjaskrif. Styrkirnir geta numið allt að 15 milljónum evra.

Hér er hægt að skrá sig.

Teams-hlekkur á fundinn verður sendur daginn fyrir fundinn á skráða þátttakendur.