Fréttasafn3. maí 2021 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Rafverktakar sýna áhuga á átaksverkefni fyrir námsfólk

Fjölmargir rafverktakar á öllu landinu hafa sýnt áhuga á átaksverkefni stjórnvalda „Sumarstörf námsmanna 2021“ en verja á um 2,4 milljörðum króna í átaksverkefnið til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Rafmennt hefur auglýst pláss fyrir rafiðnaðarnema í sumarstörf í tengslum við átakið og viðtökurnar hafa verið góðar. 

Á vef Rafmenntar er skráðum nemum í rafdeildum framhaldsskólanna sem ekki hafa fengið starf í sumar hjá rafverktaka bent á að senda inn umsókn til náms- og starfsráðgjafa Rafmenntar á netfangið almasif@rafmennt.is

Helstu skilyrði sem iðnnemar verða að uppfylla eru:

  • Iðnneminn verður að hafa verið skráður í nám á vorönn 2021.
  • Ráðningartími iðnnemans er að hámarki tveir og hálfur mánuður. Miðað er við tímabilið frá 15. maí – 15. september.
  • Iðnneminn þarf að vera 18 ára (á árinu) og eldri.