Fréttasafn



12. nóv. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Rangt staðið að innheimtu stöðuleyfisgjalda

Rangt hefur verið staðið að innheimtu stöðuleyfisgjalda vegna gáma á iðnaðarlóðum. Þetta kom fram á vel sóttum rafrænum fundi Samtaka iðnaðarins um innheimtu stöðuleyfisgjalda þegar um 30 félagsmenn mættu á Zoom í hádeginu í gær. Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, var fundarstjóri og voru frummælendur tveir á fundinum og umræður að loknum erindum. 

Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, hélt erindi um forsögu málsins, á hvaða heimild gjöldin byggja og hvernig innheimtu sé háttað. 

Hér er hægt að nálgast glærur sem Björg Ásta var með á fundinum.

Jón Auðunn Jónsson hrl. fór yfir nýfallinn úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2020 um álagningu stöðuleyfisgjalda í Hafnarfirði þar sem felld var úr gildi álagning stöðuleyfisgjald vegna gáma á iðnaðarlóð. Niðurstaða úrskurðarins var að skipulögð gámasvæði á iðnaðarlóð teljist vera „svæði sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til“ geymslu gáma. Af úrskurðinum er ljóst að rangt hefur verið staðið að innheimtu stöðuleyfisgjalda.

Á efri myndinni er Jón Auðunn Jónsson hrl.

Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI.

Fundur-11-11-2020-3-