Fréttasafn



22. okt. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Regluverk CRRIII hækkar byggingarkostnað íbúða

Þessi mikli kostnaðarauki mun hækka byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis enn frekar og leggjast ofan á umtalsverðar hækkanir sveitarfélaga á gatnagerðargjöldum, byggingarréttargjöldum og ákvörðun síðustu ríkisstjórnar um að hækka virðisaukaskatt á vinnu manna á verkstaða. Þetta segir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, meðal annars í viðtali Viðskiptablaðsins þar sem fjallað er um CRRIII (Capi­tal Requirements Regulation III) en um er að ræða nýtt reglu­verk Evrópu­sam­bandsins um eiginfjárkröfur banka sem gæti hækkað vexti umtalsvert á fram­kvæmda­lánum.

Dregið hratt úr útlánum til byggingariðnaðar

Jóhanna Klara segir að það hafi dregið hratt úr útlánum til greinarinnar og hlutfall útlána í vanefndum hjá kerfislega mikilvægum bönkum hafi aukist umtalsvert í byggingarstarfsemi milli ára. „Vanefndir byggingariðnaðar á lánum hjá stærstu bönkunum hefur á einu ári farið úr 2,54% í 6,79% þ.e. úr því að vera lágt í samanburði við aðrar greinar í að vera hæst allra greina. Vanskilahlutfall greinarinnar skýrist að stærstum hluta af lánum sem flokkuð eru með auknar líkur á vanefndum.“ 

Færri íbúðir byggðar og vaxtastig áfram hátt

Einnig segir hún að það sé brýnt að stjórnvöld, Seðlabankinn og eftirlitsaðilar skoði vel hvaða svigrúm sé til staðar í innlendu regluverki samhliða innleiðingunni til að draga úr þessum fyrirséðu neikvæðu áhrifum á íslenskt efnahagslíf. „Að öðrum kosti erum við að sigla inn í tímabil þar sem færri íbúðir verða byggðar og vaxtastig í landinu helst hátt, allt á kostnað almennings og atvinnulífs.“

Viðskiptablaðið, 22. október 2025.

Vb-22-10-2025_6Vb-22-10-2025_2