Fréttasafn



23. okt. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Rekstraráfallið hjá Norðuráli hefur víðtæk áhrif

Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri SI, segir í Viðskiptablaðinu að rekstrar­stöðvun á tveimur þriðju hluta ál­fram­leiðslunnar hjá Norðuráli á Grundar­tanga vera mikið áfall og að rekstrará­fallið bætist við nú þegar kólnandi hagkerfi en starfs­fólki í iðnaði hafi farið fækkandi sam­hliða sam­drætti í veltu milli ára.Hann segir Norðurál vera eitt stærsta út­flutnings­fyrir­tæki þjóðarinnar. „Það mun óhjákvæmi­lega hafa tals­verð áhrif þegar tveir þriðju hluti fram­leiðslunar dettur út. Hugur okkar er hjá starfs­fólki og stjórn­endum Norðuráls á þessum krefjandi tímum en það má ekki gleyma því að það eru fjölmörg fyrir­tæki sem eiga í við­skiptum við Norðurál sem horfa fram á sam­drátt.“

Þá segir Sigurður að rekstrará­fallið hjá Norðuráli hafi áhrif víðtæk áhrif, bæði á stærri og minni fyrir­tæki í landinu. „Þetta eru vélsmiðjur, þetta eru raf­virkjar en svo mun þetta hafa mikil áhrif á orku­fyrir­tækin sem verða fyrir miklu höggi.“

Á vef Viðskiptablaðsins er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

Viðskiptablaðið, 23. október 2025.