Fréttasafn



28. feb. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Reykjavíkurborg hækkar leyfisgjald um 850%

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá SI, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að verið sé að hækka leyfisgjald sem Míla hefur greitt borginni um langa hríð sem gæti talist nýtt gjald, eins og gjaldið sé sett fram í tillögum borgarstjóra um gjaldskrá sem lögð var fram í lok október sl. og tók gildi í byrjun ársins.

Í fréttinni segir að umrætt framkvæmdagjald fyrir minniháttar framkvæmdir eins og fyrir lagningu ljósleiðara hafi numið um 27 þúsund krónum en hækki samkvæmt nýju gjaldskránni í ríflega 214 þúsund krónum sem jafngildi 850% hækkun.  Jóhanna Klara bendir á að Míla hafi verið að greiða umrætt gjald í lengri tíma af öllum framkvæmdum vegna koparleiðara og núna ljósleiðara. 

Þá kemur fram í fréttinni að Samtökum iðnaðarins þyki einnig athyglisvert við hækkunina að þetta tiltekna gjald þurfi eingöngu að greiða í borgarlandinu og ekkert af nágrannasveitarfélögunum innheimti sama gjald, og að tímasetningin á hækkuninni sé athyglisverð í ljósi þess að borgin ei 94% í helsta keppinaut Mílu, Ljósleiðaranum, sem þegar sé búinn að ljósleiðaravæða allt höfðuborgarsvæðið. Míla sé nú að skipta koparkerfinu út fyrir ljósleiðara, sem þýði að fyrirtækið verði að kaupa framkvæmdaleyfi af borginni. Í fréttinni segir að leyfiskostnaður Mílu í fyrra hafi verið 2,7 m.kr. og ef fyrirtækið kaupi sama fjölda af leyfum á þessu ári fari kostnaðurinn í 26 m.kr. 

ViðskiptaMogginn, 28. febrúar 2024.

mbl.is, 28. febrúar 2024.

VidskiptaMogginn-28-02-2024_