Fréttasafn



14. maí 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Reynir á túlkun laga hverjir eiga rétt á lokunarstyrkjum

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lokunarstyrki til fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni vegna COVID-19 faraldursins en um er að ræða um 2.000 rekstraraðila sem gætu átt rétt á lokunarstyrkjum. Sigurður segir fjárhæðina vera í lægri kantinum. „Þetta gerir eitthvað en að okkar mati þá hefði þurft meira til, til þess að bæta fyrir það tjón sem varð.“

Hann segir að nú muni reyna á túlkun laganna hverjir eigi rétt á þessum styrkjum, í sumum tilvikum sé það skýrt en öðrum ekki. „Síðan eru aðrir sem var kannski ekki beint bannað að starfa en allir sem þeir áttu viðskipti við máttu ekki starfa. Dæmi um það eru tannsmiðir sem reiða sig á viðskipti við tannlækna. Tannlæknum var meinað að starfa á þessu tímabili þannig að tannsmiðir misstu öll sín viðskipti. Núna mun auðvitað reyna á túlkun á þessum ákvæðum.“

Á vef Vísis er hægt að horfa á fréttina í heild sinni. 

Stod-2-13-05-52020