Rúmlega 20 aðildarfyrirtæki SI á sjávarútvegssýningunni
Sýningin Sjávarútvegur 2016 eða Iceland Fishing Expo 2016 verður sett í Laugardalshöll í dag og stendur fram á föstudag. Um 120 innlendir og erlendir aðilar taka þátt í sýningunni sem haldin verður í báðum höllum Laugardalshallar í Reykjavík og á útisvæði. Rúmlega 20 aðildarfyrirtæki SI taka þátt í sýningunni: Samey, Frost, Oddi, TrackWell, NaustMarine, Mjöll/Frigg, Blossi, Stálsmiðjan Framtak, Flugger, Vélfag, Málning, ISS, Efla, FrostMark, Trefjar, Málmsteypan Hella, Advania, Klaki, Smiðjan, Mannvit, Rafeyri og Rafver.
Á sýningunni verða kynntar ýmsar nýjungar sem tengjast sjávarútvegi en þetta er fyrsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin sem haldin er hér á landi sem er alfarið í höndum íslenskra aðila.
Sýningin er opin miðvikudag kl. 15-19, fimmtudag kl. 10-18 og föstudag kl. 10-18.