Fréttasafn



28. sep. 2016 Almennar fréttir

Rúmlega 20 aðildarfyrirtæki SI á sjávarútvegssýningunni

Sýn­ing­in Sjáv­ar­út­veg­ur 2016 eða Ice­land Fis­hing Expo 2016 verður sett í Laug­ar­dals­höll í dag og stend­ur fram á föstu­dag. Um 120 inn­lend­ir og er­lend­ir aðilar taka þátt í sýn­ing­unni sem hald­in verður í báðum höll­um Laug­ar­dals­hall­ar í Reykja­vík og á úti­svæði. Rúmlega 20 aðildarfyrirtæki SI taka þátt í sýningunni: Samey, Frost, Oddi, TrackWell, NaustMarine, Mjöll/Frigg, Blossi, Stálsmiðjan Framtak, Flugger, Vélfag, Málning, ISS, Efla, FrostMark, Trefjar, Málmsteypan Hella, Advania, Klaki, Smiðjan, Mannvit, Rafeyri og Rafver.

Á sýn­ing­unni verða kynnt­ar ýmsar nýj­ung­ar sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi en þetta er fyrsta alþjóðlega sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­in sem hald­in er hér á landi sem er al­farið í hönd­um ís­lenskra aðila.

Sýningin er opin miðviku­dag kl. 15-19, fimmtu­dag kl. 10-18 og föstu­dag kl. 10-18.