Fréttasafn13. feb. 2017 Almennar fréttir

Rýnt í ólíkar hliðar sykurumræðu

Sykurskattur: Sætur eða súr? er yfirskrift fundar sem Viðreisn stendur fyrir á morgun í húsakynnum sínum í Ármúla 42 en þar ætla Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, og Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur að ræða kosti og galla sykurskatts. Að undanförnu hefur verið umræða um áhrif sykurneyslu og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Á fundinum ætla Bjarni Már og Tryggvi að rýna í ólíkar hliðar málsins en skiptar skoðanir eru um ágæti sérstaks sykurskatts. 

Fundurinn hefst kl. 17 á morgun og verður streymt af Facebook síðu Viðreisnar.