Fréttasafn



11. mar. 2019 Almennar fréttir

SA gerir athugasemdir við tilhögun verkfalla Eflingar

Samtök atvinnulífsins gera athugasemdir við tilhögun fyrirhugaðra verkfalla Eflingar og munu bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm en Efling - stéttarfélag hefur kynnt tillögur að vinnustöðvunum á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum sem hefjast skulu 18. mars nk. Samtök atvinnulífsins munu höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvort boðuð verkföll séu lögleg. 

Samtök atvinnulífsins efast um lögmæti svokallaðra örverkfalla og vinnutruflana sem Efling hefur skipulagt þar sem markmiðið er að fólk mæti til vinnu en sinni ekki tilteknum starfsskyldum. Dæmi um það er vinnustöðvun sem felur í sér að starfsmaður á hóteli þrífi ekki tiltekin svæði eða hópbifreiðastjóri skoði ekki farmiða farþega.

Nánar á vef SA.