Fréttasafn



23. okt. 2017 Almennar fréttir Menntun

Sælgætisgerðin Freyja heimsótt

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá SI, heimsóttu sælgætisgerðina Freyju en fyrirtækið er meðal aðildarfyrirtækja SI. 

Freyja var stofnuð fullveldisárið 1918 og sumar vörur hafa verið framleiddar frá upphafi. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku á móti Sigurði og Ragnheiði og sýndu þeim verksmiðjuna þar sem tækifæri gafst til að fylgjast með framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Meðal þess sem bar fyrir augu voru áhöld til sælgætisgerðar frá fyrri hluta 20. aldar en þeim verður brátt komið fyrir á Árbæjarsafninu. Um 40 manns starfa við framleiðsluna, auk stjórnenda og skrifstofufólks.

Starfsmenn SI fengu viðeigandi hlífðarfatnað áður en farið var í skoðunarferð um verksmiðjuna. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Pétur Thor Gunnarsson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Sigurður Hannesson, Ágúst Sigurðsson og Karl Jónsson.