Fréttasafn17. sep. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Safna fræjum í umhverfisvænar öskjur frá Prentmet Odda

Prentmet Oddi í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, Landgræðsluna, Terra, Bónus, Landvernd og Lionshreyfinguna hafa hrundið af stað átaki og óskað eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Prentmet Oddi hefur hannað og prentað sérstakar umhverfisvænar öskjur fyrir birkifræin sem hægt er að nálgast í Bónus. 

Landsmenn eru hvattir til að safna birkifræjum í nágrenni sínu eða í völdum birkiskógum í sínum landshluta. Á öskjuna merkir fólk hvar og hvenær fræið er tínt. Hægt verður að skila öskjunum með birkifræjunum í sérmerktar tunnur í verslunum Bónus, starfsstöðvar Terra, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Fræin þurfa að vera í kæli ef þarf að geyma þau. Alltaf þarf að skrá hvar og hvenær fræið var tínt. Hægt er að skrifa þetta á box átaksins. Fræunum sem verður skilað á söfnunarstöðvar verður dreift í haust undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

Í tilkynningu kemur fram að átakið sé liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi sé gjarnan kolefnislosun því þar sé gamall jarðvegur enn að rotna en þegar landið klæðist birkiskógi stöðvist þessi losun og binding hefst í staðinn. Á einu ári taki vel þroskað tré til sín 22 kg af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefi frá sér súrefni. Birkitréin gegni því ekki eingöngu því hutverki að stöðva rotin jarðveg á Íslandi heldur dragi úr koltvísýringu úr andrúmsloftinu og gefi frá sér súrefni eins og önnur tré.  

Frekari upplýsingar eru á vefnum Birkiskógur

_MG_4473