Fréttasafn



5. sep. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

SAMARK og FRV funda um nýja persónuverndarlöggjöf

Samtök arkitektastofa, SAMARK, og Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, bjóða félagsmönnum til sameiginlegs fundar um nýja persónuverndarlöggjöf sem hefur tekið gildi en á fundinum verður farið yfir hagnýt atriði í tengslum við innleiðingu löggjafarinnar með sérstaka áherslu á rekstur arkitektastofa og verkfræðistofa. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. september kl. 8.30-10 í Hyl í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. 

Fundurinn er ætlaður starfsmönnum aðildarfyrirtækja SAMARK og FRV en fundargestir munu fá afhent minnisblað í formi hagnýtra leiðbeininga við innleiðingu á löggjöfinni.

Dagskrá

  • Persónuvernd – helstu atriði við aðlögun arkitektastofa og verkfræðistofa að nýjum reglum - Hafliði Kristján Lárusson, lögmaður og eigandi á Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu
  • Vinnumarkaðsvefur SA – leiðbeiningartól og sniðmát - Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins
  • Reynsla af innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar - Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri hjá Mannvit
  • Umræður 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.