SAMARK og FRV funda um nýja persónuverndarlöggjöf
Samtök arkitektastofa, SAMARK, og Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, bjóða félagsmönnum til sameiginlegs fundar um nýja persónuverndarlöggjöf sem hefur tekið gildi en á fundinum verður farið yfir hagnýt atriði í tengslum við innleiðingu löggjafarinnar með sérstaka áherslu á rekstur arkitektastofa og verkfræðistofa. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. september kl. 8.30-10 í Hyl í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.
Fundurinn er ætlaður starfsmönnum aðildarfyrirtækja SAMARK og FRV en fundargestir munu fá afhent minnisblað í formi hagnýtra leiðbeininga við innleiðingu á löggjöfinni.
Dagskrá
- Persónuvernd – helstu atriði við aðlögun arkitektastofa og verkfræðistofa að nýjum reglum - Hafliði Kristján Lárusson, lögmaður og eigandi á Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu
- Vinnumarkaðsvefur SA – leiðbeiningartól og sniðmát - Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins
- Reynsla af innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar - Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri hjá Mannvit
- Umræður
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.