Samkeppnishæfni þarf að vera í forgangi
Í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann ræðir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, um þá þætti sem hann telur skipta mestu máli fyrir framtíð iðnaðar á Íslandi, áform ríkisstjórnarinnar er snerta iðnaðinn, byggingargeirann, efnahagsmál og fleira. Hann segir hugverkaiðnaðinn vera ört vaxandi útflutningsstoð og að Ísland hafi nú einstakt tækifæri til að verða í fararbroddi í gervigreind og nýsköpun en til þess þurfi hins vegar að hreyfa sig hraðar.
Í viðtalinu ræðir Sigurður um mikilvægi atvinnustefnu, samkeppnishæfni og hvernig stjórnvöld geti með skýrum aðgerðum skapað hagfelld skilyrði til vaxtar. Hann varar við versnandi alþjóðlegum viðskiptakjörum og tollastríðum sem ógna útflutningi og leggur áherslu á að Ísland verði að tryggja greiðan aðgang að mörkuðum. Samdráttur í byggingariðnaði, skortur á íbúðum og flókið regluverk eru meðal þeirra áskorana sem hann telur nauðsynlegt að takast á við og kallar eftir einföldun ferla, auknu lóðaframboði og skilvirkari stjórnsýslu.
Morgunblaðið, 17. september 2025.
mbl.is, 17. september 2025.
mbl.is, 17. september 2025.