Fréttasafn15. sep. 2021 Almennar fréttir

Sammála að skilvirkni sé góð

Björn Leví Gunnarsson, Píratar, sagði á kosningafundi SI í umræðu um innviðaráðuneyti að Píratar væru almennt sammála því að skilvirkni sé góð. „Við myndum vilja svona „one-stop shop" í rauninni fyrir bæði stafræna stjórnsýslu í rauninni og líka þessa sem að þarf þá að nálgast í persónu.“

Hann sagði það velta á hvernig nákvæmlega útfærslan væri með innviðaráðuneyti og hvaða nákvæmlega verkefni lægju þar inni. „Það væri allavega þannig að fólk sem að kemur og þarf þjónustu þarf bara að koma á einn stað, það er lykilatriði hjá okkur.“

Þá nefndi Björn Leví í tengslum við umræðu um atvinnustefnunu að Píratar hafi sett sjálfbæra atvinnustefnu fram á þingi. „Við viljum einmitt almennt séð, við sjáum framtíðina yfirleitt fyrir okkur sem betri. Þannig að við viljum stefna og ná fleiri tækifærum til þess að við getum miðað hvert við eigum að stefna til að ná framtíðinni hraðar til okkar. Hraðar í nútímann.“

Si_kosningafundur_2021-32Björn Leví á kosningafundi SI.

Hér er hægt að nálgast kosningafund SI:

https://vimeo.com/600871564