Fréttasafn



20. ágú. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Samningur um aðgang nemenda og kennara í rafiðn að staðli

Staðlaráð Íslands og RAFMENNT hafa gert með sér samning sem auðveldar nemendum og kennurum verkmenntaskóla í rafiðnum aðgang að staðlinum ÍST 200 um raflagnir bygginga. RAFMENNT gerir samninginn fyrir hönd Samtaka rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ. Staðlaráð Íslands gerir samninginn fyrir hönd Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni, FUT.

Í samningnum felst að RAFMENNT greiðir fyrir rafrænan aðgang nemenda og kennara að staðlinum. Aðgangurinn er í gegnum vefsíðu og byggist á notandanafni og lykilorði og varir meðan nemandi þarf á staðlinum að halda í námi sínu.

Það voru Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, og Þór Pálsson, framkvæmdastjóri RAFMENNTAR, sem undirrituðu samninginn. 

Undirskrift-agust-2018-2-

Undirskrift-agust-2018-3-Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, og Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður RSÍ, fagna undirrituninni en Kristján Daníel er fyrir miðri mynd í hvítri skyrtu og Kristján Þórður í blárri skyrtu fyrir miðri mynd.