Fréttasafn



12. júl. 2017 Almennar fréttir

Samræmd stefnumótun iðnaðar í Evrópu til ársins 2030

Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins eru meðal aðila BusinessEurope sem hefur gefið út skýrslu þar sem ný stefnumörkun er kynnt undir yfirskriftinni „Building a Strong and Modern European Industry“.  Í inngangsorðum skýrslunnar segir meðal annars að mikilvægt sé að skilgreina metnaðarfull stefnumótandi markmið fyrir iðnaðinn til ársins 2030 því einungis sterkur evrópskur iðnaður tryggi öflugt evrópskt efnahagslíf. Bent er á að á tímum hraðrar tækniþróunar, alþjóðlegra breytinga í pólitík og efnahag, aukinnar verndarstefnu og sú staðreynd að ríkin hafi mismunandi iðnaðarstefnu þá sé mikilvægt að Evrópa styðji við iðnaðinn og horfi ekki einungis inn á við í því samhengi. Svarið við þessum áskorunum sé samræmd evrópsk iðnaðarstefna sem auðveldar að skapa nánara samfélag í Evrópu nú þegar samkeppnishæfni álfunnar hafi dvínað undanfarin ár. Stefnumótunin skipti máli til að tryggja að Evrópa geti betur skilað hagvexti og störfum til fólks og fyrirtækja.

Á vef BusinessEurope er hægt að nálgast skýrsluna.

Á vef SA er hægt að lesa nánar um skýrsluna.